Leita í fréttum mbl.is

Birna Einarsdóttir á bandi stofnfjáreigenda?

Allnokkrar umræður urðu um mögulega höfðun skaðabótamáls stofnfjáreigenda á hendur Byr og/eða stjórn og stjórnendum Byrs, vegna þess að með ólöglegum hætti hafi verið staðið að stofnfjáraukningu Byrs 2007. Ljóst er að þessi mál verða skoðuð rækilega á næstu vikum og mánuðum.

Í þessu sambandi er rétt að benda á orð Birnu Einarsdóttur, frá því að barnalán Glitnis voru hvað mest til umræðu, en þá gagnrýndi Birna Byr fyrir framkvæmd útboðsins.

"Íslandsbanki kallar lántökur Glitnis mistök og hefur lýst því yfir að lánin verði ekki innheimt þar sem ekki hafi verið rétt að málum staðið. Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka segir að þó ábyrgð foreldra og Glitnis sé mikil í þessu máli gagnrýnir hún einnig hvernig Byr stóð að framkvæmd útboðsins."

http://www.visir.is/article/20091031/VIDSKIPTI06/319245624/1098


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, auðvitað ber Birna enn af sér aðal-sökina, vísar til ábyrgðar foreldra og Glitnis að vísu - en gagnrýnir svo hvernig BYR stóð að framkvæmd útboðsins.  Er ekki rétt að fá hana til að skýra þetta nánar.  Okkur stofnfjáraðilum finnst einnig gagnrýnisvert hvernig að þessu var staðið og e.t.v. hefur Birna loks skilning á þeim málsstað!  Í öllu falli virðist Birna sammála þeim stofnfjáraðilum sem gagnrýnt hafa framkvæmdina á þessu öllu saman.  Líklega er Birna hér að vísa til þess, hvernig 1.500 stofnfjáraðilar voru píndir með hótunum um eignaupptöku til að taka þátt, hvernig klíkan sem þá réði BYR og GLITNI beitti áhrifum sínum til að búa til "Carry Trade" viðskipti og líklega er hún einnig að vísa til þess að þessir sömu aðilar "stálu" peningunum út úr BYR um leið og þeir voru í húsi.

Hvað finnst fólki annars um MP banka og nýjustu upplýsingar um þann viðbjóð allan.  Ekki nóg með að 1.100 milljónum væri rænt úr bankanum með Exeter "dílnum", heldur einnig þjófnaður á sameiginlegu veði BYRS og MP upp á 500 milljónir...  Jahá - "MP banki - eins og bankar eiga að vera" auglýsa þeir...  Þvílíkt klám - og svo pína þeir starfsfólk sitt til að ljá glæpnum andlit sitt í auglýsingum!

Þorparinn (IP-tala skráð) 11.6.2010 kl. 00:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sveinn Margeirsson og Rakel Gylfadóttir
Sveinn Margeirsson og Rakel Gylfadóttir
Stofnfjáraðilar í Byr. Áhugafólk um að heilbrigt sparisjóðakerfi fái að dafna á Íslandi.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband