Leita í fréttum mbl.is

Exeter Holdings - hverjir tóku þátt?

Þá hafa ákærur vegna viðskipta Exeter Holdings loksins litið dagsins ljós. Í tilefni af því er ástæða til að rifja málið aðeins upp. Exeter Holdings keypti haustið 2008, eftir bankahrun, stofnfjárbréf í Byr sparisjóði. Bréfin voru keypt fyrir lánsfé frá Byr, einungis gegn veði í stofnfjárbréfunum. Um var að ræða fáránlegt yfirverð, enda fóru viðskiptin fram á hærra gengi en áður hafði sést, að teknu tilliti til arðgreiðslna. "Viðskiptin" fóru fram strax eftir bankahrun (um 7. október 2008) fyrir utan sölu Birgis Ómars Haraldssonar.

Þeir sem seldu stofnfé voru:

1. Jón Þorsteinn Jónsson, stjórnarformaður Byrs (um 54 milljón hluti að nafnverði)

2. Birgir Ómar Haraldsson, stjórnarmaður Byrs (um 64 milljón hluti að nafnverði, seldir í desember 2008)

3. MP Banki (um 120 milljón hluti að nafnverði)

4. G.Arnason ehf/Mardrangar ehf (um 27 milljón hluti að nafnverði). Eigandi: Gunnar Árnason, fyrrverandi yfirmaður áhættustýringar Byrs

5. Húnahorn ehf (um 21 milljón hluti að nafnverði)

6. Auður Arna Eiríksdóttir, lykilstjórnandi í Byr (um 21 milljón hluti að nafnverði)

Í þessum pistli er fjallað um þrjá af helstu þátttakendum í málinu, Jón Þorstein Jónsson, Ágúst Sindra Karlsson og Birgi Ómar Haraldsson: http://www.verjumbyr.blog.is/blog/verjumbyr/entry/967014/

Ýmislegt athyglisvert hefur verið sagt um málið í fjölmiðlum, m.a. sagðist Ragnar Z. Guðjónsson ekki skilja afhverju málið væri til rannsóknar: http://www.verjumbyr.blog.is/blog/verjumbyr/entry/897417/

Jón Þorsteinn Jónsson gaf út yfirlýsingu vegna málsins, sem að líkindum var ekki alveg sannleikanum samkvæmt: http://www.verjumbyr.blog.is/blog/verjumbyr/entry/851031/

Hið sama gerði Margeir Pétursson fyrir hönd MP Banka,: http://www.verjumbyr.blog.is/blog/verjumbyr/entry/849499/

Yfirlýsingar Margeirs reyndust hinsvegar stangast verulega á við yfirlýsingar Styrmis Þórs: http://www.verjumbyr.blog.is/blog/verjumbyr/entry/856455/

Það hefur verið gríðarleg vinna tengd Exeter Holdings málinu fyrir okkur. Það er vonandi að málið geti orðið ein varðan í raunverulegri endurreisn Íslands. Málinu er ekki lokið, en það sem hefur tekist nú þegar sýnir að venjulegt fólk getur raunverulega haft áhrif á það hvort réttlæti næst fram á Íslandi eða ekki.

Sveinn og Rakel.


mbl.is Þrír ákærðir í Exeter-málinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Hvert var gengi á bréfunum við sölu (raunvirði) það segir meira en nafnverði í augum lesenda.

Ég er sérstaklega áhugasamur um tengingu Margeirs í þessu dæmi, því hans banki er með þvílíka herferð í blöðum til að hópa til sín viðskiptavinum. 

Blaðamenn eru búnir að gleyma vinnubröðgðum Margeirs hjá Búnaðarbanka Íslands í "denn" þrátt fyrir fyrirsagnir í þá daga.

Eggert Guðmundsson, 28.6.2010 kl. 23:13

2 Smámynd: Sveinn Margeirsson og Rakel Gylfadóttir

Athugasemd:  Atli Örn Jónsson er ekki bróðir Finns Sveinbjörnssonar.  Gunnar Árnason, f.v. yfirmaður áhættustýringar Byrs er hálfbróðir hans.  Gunnar Árnason seldi eigin bréf (félags í hans eigu/G.Arnason, heitir Mardrangar í dag) og var einnig hluthafi í Húnahorni.

Sveinn Margeirsson og Rakel Gylfadóttir, 30.6.2010 kl. 12:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sveinn Margeirsson og Rakel Gylfadóttir
Sveinn Margeirsson og Rakel Gylfadóttir
Stofnfjáraðilar í Byr. Áhugafólk um að heilbrigt sparisjóðakerfi fái að dafna á Íslandi.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband