Leita í fréttum mbl.is

Exeter Holdings málið lengst komið

Vísir greinir frá því í dag að mál Baldurs Guðlaugssonar og Exeter Holdings málið svokallaða séu þau mál sem lengst eru komin hvað rannsókn varðar. Nánar má lesa um þetta hér: http://www.visir.is/article/2010573942321

Til upprifjunar á því hvað Exeter Holdings málið snýst um, þá er þar um að ræða sýndarviðskipti fyrrverandi stjórnarmanna og stjórnenda í Byr sparisjóði við Exeter Holdings, sem var félag í eigu Ágústar Sindra Karlssonar. Ágúst Sindri er náinn samstarfsmaður Margeirs Péturssonar og einn hluthafa í MP Banka. Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri MP Banka er jafnframt viðriðinn málið.

Vakin var athygli á málinu í Kastljós þætti sjónvarps 7.4.2009, eftir margar árangurslausar tilraunar okkar hjóna til að ná sambandi við Fjármálaeftirlitið. Í kjölfarið fylgdu fundahöld um málið á opinberum vettvangi, kæra til sérstaks saksóknara og myndun raunverulegrar grasrótarhreyfingar á meðal stofnfjáreigenda Byrs sparisjóðs.

Grasrótarhreyfingin bauð fram svokallaðan A-lista til stjórnarkjörs fyrir aðalfund Byrs þann 13.5.2009. B-listinn, sem leiddur var af Jóni Kr Sólnes bar hinsvegar sigur úr býtum, m.a. með hjálp ólöglegra atkvæða á aðalfundinum, en atkvæði Karenar Millen, sem óheimilt var að beita á fundinum tryggðu sigurinn. Á meðal stuðningsmanna B-listans voru Jón Þorsteinn Jónsson, Ágúst Ármann, Magnús Ármann, Þorsteinn M. Jónsson og Hannes Smárason. Jón Kr Sólnes varð síðar uppvís að því að þiggja háar launagreiðslur hjá dótturfélagi Byrs, Njarðarnesi - fyrir litla vinnu.

Í kjölfar húsleitar í Byr í lok nóvember 2009 hurfu Ragnar Z. Guðjónsson og Jón Kr Sólnes úr stjórnunarstörfum hjá Byr sparisjóði. Við starfi Ragnars sem sparisjóðsstjóri tók Jón Finnbogason og við stjórnarformennsku tók Guðmundur Geir Gunnarsson. Því miður reyndist hinsvegar staða sjóðsins svo slæm þegar þá var komið, að ekki reyndist unnt að bjarga honum, þrátt fyrir miklar tilraunir í þá veru.

Samkvæmt sex mánaða uppgjöri Byrs fyrir 2008 var eigið fé sparisjóðsins 30.6.2008 um 47 milljarðar. Samkvæmt ársuppgjöri Byrs fyrir 2008 (birt í mars 2009) var eigið fé þá um 16 milljarðar og CAD hlutfall um 8.3%. Ýmsar efasemdaraddir komu þá fram um að uppgjörið væri á rökum reist, enda þótti CAD hlutfall vera grunsamlega nærri hinu lögbundna lágmarki (8%). Staðan reyndist enda mun verri og því fór sem fór. Það hlýtur að teljast áleitin spurning hvort mögulegt sé fyrir stofnfjáreigendur að sækja bætur fyrir þann skaða sem hlaust af óstjórn fyrirtækisins frá því að um 30 milljarða stofnfjáraukning fór fram í lok árs 2007.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sveinn Margeirsson og Rakel Gylfadóttir
Sveinn Margeirsson og Rakel Gylfadóttir
Stofnfjáraðilar í Byr. Áhugafólk um að heilbrigt sparisjóðakerfi fái að dafna á Íslandi.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband