Leita í fréttum mbl.is

Hvað fengu starfsmenn Glitnis í sinn hlut fyrir lán til stofnfjáreigenda?

Fyrirtækjasvið Glitnis sá um lánveitingar til stofnfjáreigenda í Byr.  Eftirfarandi er tekin af malefnin.com 

Fyrirtækjasviðið sprengdi alla áhættuskala

Heimildarmenn DV sem þekkja starfsemi Glitnis út og inn segja að mesta og alvarlegasta breytingin hafi verið á fyrirtækjasviði bankans, sem var sérstakt áhugasvið hins nýja forstjóra.

Þar jókst áhættusæknin til allra muna með alvarlegum afleiðingum. Glannaleg útlán á fyrirtækjasviði eru ein stærsta ástæða þess að bankinn féll að lokum. Á sviðinu unnu rúmlega 20 manns árið 2007 og þeir fengu nú aukið svigrúm til að lána án þess að bera það undir yfirmenn.

Bónusar þessarra starfsmanna námu oft um 10 % af þóknun bankans, sem var oft 3-4% af heildarútláni. Þannig gátu starfsmenn nú án nokkurs fyrirvara lánað allt að 200 milljónir til fyrirtækja og fengið í sinn snúð 5-700 þúsund krónur fyrir einn slíkan samning. Safnast þegar saman kemur og heimildir DV herma að nokkrir starfsmenn hafi allt að tífaldað laun sín með bónusgreiðslum þegar best lét.

Þessi innbyggða áhættusækni var svo eitt af því sem varð bankanum að falli. Starfsmenn græddu á því að lána sem mest, alveg sama hvort lántakandinn gat greitt lánin eður ei. Um þessa innbyggðu áhættusækni í bankakerfi alls heimsins hefur mikið verið rætt og ritað og eru sérfræðingar sammála um að hún sé lykilþáttur í þeirri alvarlegu stöðu sem nú er uppi um allan heim.

Íslensku bankarnir létu sitt ekki eftir liggja í þessu, eins og hefur mátt sjá í tekjuuppgjörum síðustu ára hérlendis, þar sem tugir bankamanna hafa margfaldað laun sín með veglegum bónusgreiðslum.

 

http://www.malefnin.com/ib/index.php?s=1b51e687eb006fc0403087ef71a4d2d2&showtopic=122493&pid=1582243&start=0&#entry1582243


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sveinn Margeirsson og Rakel Gylfadóttir
Sveinn Margeirsson og Rakel Gylfadóttir
Stofnfjáraðilar í Byr. Áhugafólk um að heilbrigt sparisjóðakerfi fái að dafna á Íslandi.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband