31.5.2010 | 15:03
Nauðsynlegt að rannsóknarnefnd sparisjóða verði stofnuð
Það er gleðiefni að Sigrún Björk Jakobsdóttir hafi axlað ábyrgð á þeim mistökum sem hafa leitt af sér fylgishrun Sjálfstæðisflokksins. Ástæða er til að hrósa henni fyrir það og hvetja aðra stjórnmálamenn til að líta í eigin barm.
Eins og margoft hefur komið fram hér á síðunni er Sigrún Björk eiginkona Jóns Björnssonar, f.v. sparisjóðsstjóra SPNOR og núverandi framkvæmdastjóra Lífsvals.
Sparisjóðirnir fóru afar illa út úr viðskiptum sínum á fyrsta áratug 21. aldarinnar. Margt bendir til þess að tengsl viðskiptalífs, stjórnamála og bankastarfsemi hafi spilað þar stóran þátt, líkt og í tilviki hinna þriggja stóru viðskiptabanka. Nauðsynlegt er að skipuð verði rannsóknanefnd um starfsemi íslenskra sparisjóða frá aldamótum, sem hafi það hlutverk að skoða ástæður og aðdraganda hruns sparisjóðakerfisins. Slíkt hlýtur að vera ófrávíkjanleg krafa allra fyrrum stofnfjáreigenda í sparisjóðum á Íslandi og Íslendinga allra.
Sigrún Björk segir af sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tenglar
Sparisjóðir
- Byr Byr Sparisjóður er stærsti sparisjóður á Íslandi. Byr varð til við samruna SPH, SPV, SPK og SPNOR. Byr hefur þjónað einstaklingum og smærri fyrirtækjum. Útrás hefur verið lítil í samanburði ríkisbankana, en einhver þó. Byr á ekki hlut í Exista, eins og staðreyndin er í tilfelli SPRON og SPKEF. Meðallaun starfsmanna Byrs voru með því lægsta sem þekktist í fjármálakerfinu. ALLT ÞETTA BENDIR TIL ÞESS AÐ GRUNNREKSTUR BYRS SÉ HEILBRIGÐUR. Stöndum því vörð um Byr!
Félög tengd Byr
- VBS-Fjárfestingabanki Jón Kristjánsson og Birgir Ómar Haraldsson, stjórnarmenn Byrs, sitja einnig í stjórn VBS. Páll Þór Magnússon, mágur Jóns Kristjánssonar og fyrrum stjórnarmaður í Byr (2007) er stjórnarformaður VBS
- Exeter Holdings - Firmaskrá Exeter Holdings fékk 19.des yfirdrátt (1100 milljónir) frá Byr til kaupa á stofnfé í Byr. Ef þessar 1100 millj. hafa allar runnið til seljanda er virði Byrs í viðskiptunum 55-60 milljarðar. Eigið fé Byrs var 16 millj. 31.12. Exeter Holdings keypti í Byr eftir hrun bankakerfisins. Stofnfjármarkaður með bréf Byrs var lokaður þá. Seljendur voru MP-Banki, stjórnarmenn og starfsmenn Byrs. Ágúst Sindri Karlss., stærsti eigandi Exeter Holdings, var í stjórn MP-Banka árið 2008 og á 4200 hluti í MP-Banka.
- MP-Banki Jón Þorsteinn Jónsson, stjórnarformaður Byrs fram í mars 2009 sat í stjórn MP-Banka fram til 2007. MP-Banki lánaði hluta starfs-og stjórnarmanna Byrs fyrir stofnfjáraukningunni í Byr í desember 2007. MP-Banki sá jafnframt um stofnfjármarkað Byrs.
Fjölmiðlar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hafið þið almennt lítið við að vera? Hvað gengur ykkur til með ófrægingarherferð ykkar um þau hjón Sigrúnu Björku og Jón?
„Eins og við var að búast tóku Norðanmenn við sér þegar upplýsingar bárust um kaupmála Sigrúnar Bjarkar Jakobsdóttur og Jóns Björnssonar, sem lýst var á RÚV í gær.“
Ég spyr: Hvernig berast fréttir af kaupmálum hjóna? Getur sama fréttaveita miðlað fréttum af t.d. erfðaskrám? Þarf ekki starfsmann hjá sýslumannsembættum til að miðla slíkum upplýsingum. Kannski rannsóknarnefndar sé þörf til að rannsaka tengsl ykkar [og ónafngreindra fréttamanna] við starfsmenn sýslumannsembættisins á Akureyri?
„Sigrún Björk Jakobsdóttir er einn þriggja fulltrúa atvinnurekenda í stjórn lífeyrissjóðsins Stapa. Hún hefur setið í stjórn sjóðsins frá 8. maí 2008 … Afkoma Lífeyrissjóðsins Stapa hefur verið vægast sagt léleg á tíma Sigrúnar Bjarkar Jakobsdóttur sem stjórnarmanns.“
Afkoma lífeyrissjóðsins síðan 8. maí 2008 er auðvitað á ábyrgð Sigrúnar, ekki satt? Bendið mér á lífeyrissjóð með góða afkomu á þessum tíma!
Svona væri hægt að þylja lengi upp ef maður nennti að rekja sig lengi eftir þvættingnum sem þið látið frá ykkur.
Steinar (IP-tala skráð) 31.5.2010 kl. 15:44
Steinar - ég tek undir með þér - árásirnar á þau hjón voru sóðalegar og engum til sóma sem þær frömdu.
Ólafur Ingi Hrólfsson, 31.5.2010 kl. 18:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.