Leita í fréttum mbl.is

Hvađ er ađ gerast međ Exeter Holdings?

Ágćtu lesendur! 

Ţađ hefur ekki fariđ mikiđ fyrir Exeter Holdings sl. vikur.  Ţar sem spyrja má hvort forsvarsmenn ţess félags hafi tekiđ ţátt í lögbroti, međ kaupum á stofnfjárbréfum í Byr og lánveitingu Byrs til félagsins samfara ţeim kaupum, er ekki úr vegi ađ rifja upp nokkrar stađreyndir um mál Exeter Holdings:

1.  Ágúst Sindri Karlsson, formađur Hauka, er forsvarsmađur Exeter Holdings.  Ágúst Sindri sagđi í viđtali viđ Vísi ađ ţegar Exeter hafi keypt stofnfjárbréfin í Byr hafi hann ţarna, líkt og oft áđur veriđ fenginn til ađ taka til eftir partýiđ. „Ég er vanur ađ sjá um skítverkin og taka ađ mér hluti sem ađrir vilja ekki".  Ágúst Sindri er lögfrćđingur, viđskiptafélagi Margeirs Péturssonar til margra ára og var í stjórn MP-Banka fram á sumar 2009.

2.  Exeter Holdings er skráđ fyrir 306 milljón stofnfjárhlutum, rétt tćpum 2% hlut í Byr.  Félagiđ keypti hlutina eftir bankahrun haustiđ 2008, međ yfirdráttarláni frá Byr upp á rétt um 1100 milljónir. 

3.  Yfirlýsing ţriggja stjórnarmanna í Byr (2008-2009) liggur fyrir um ađ veiting yfirdráttar til Exeter Holdings hafi veriđ framlengd um ţrjá mánuđi á fundi stjórnarinnar 19. desember.  Ekki hefur opinberlega veriđ greint frá frekari framlengingum á láninu og má ţví gera ţví skóna ađ lániđ hafi gjaldfalliđ 19. mars, um tveimur mánuđum fyrir ađalfund Byrs.  Eftir ţví sem nćst verđur komist fékk Exeter Holdings samt sem áđur ađ nýta atkvćđarétt sinn á ađalfundinum.

4.  Ţeir stjórnarmenn sem undirrituđu yfirlýsinguna um framlenginguna voru

  • Jón Kr. Sólnes, núverandi stjórnarformađur Byrs,
  • Ágúst Ármann, sem fór međ ógilt og ólöglegt umbođ frá Karen Millen á ađalfundinum
  • Jóhanna Waagfjörđ, sem sat í stjórninni fyrir Haga

5.  Frekari upplýsingar um Ágúst Sindra Karlsson má finna á heimasíđu Hauka:

Netpóstur: ask@haukar.is,   gsm: 820 7700

6.  Međal ţeirra ađila sem létu hluti sína af hendi ţegar Exeter Holdings keypti voru:

  • Jón Ţorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarformađur
  • Húnahorn, sem Ragnar Z. Guđjónsson, sparisjóđsstjóri er í forsvari fyrir
  • G Arnason, sem Gunnar Árnason, yfirmađur áhćttustýringar Byrs er í forsvari fyrir

7.  Verđiđ sem Exeter Holdings greiddi fyrir tćplega 2% hlut, var skv. fréttum, um 1100 milljónir.  Ţví var metiđ virđi á Byr í viđskiptunum, sem áttu sér stađ eftir bankahrun, um 60 milljarđar.  Gengi bréfanna var nćrri 1,5 á endurmetnu virđi. 

8.  Líklegt má telja ađ ef Exeter Holdings myndi kaupa bréf ţeirra stofnfjáreigenda sem nú skulda Íslandsbanka vegna 30 milljarđa stofnfjáraukningar Byrs á árinu 2007, og sama verđmat yrđi notađ og í viđskiptunum frá ţví í haust, myndu skuldsetnir stofnfjáreigendur geta greitt lán sín upp ađ fullu og átt ágćtis afgang eftir.

9. Eftirfarandi grein af www.visir.is kemur ágćtlega inn á nokkur atriđi málsins sem skipta máli.

http://www.visir.is/article/20090331/VIDSKIPTI06/104077224

 

Kveđja, Rakel  

  

„Eini glćpurinn er ađ viđ misstum hlutinn í veđkalli“



Ragnar Z Guđjónsson, forstjóri Byrs, segist ekki skilja af hverju Fjármálaeftirlitiđ sé nú ađ rannsaka viđskipti félags í eigu Ragnars og nokkurra annarra stjórnenda sjóđsins međ stofnfjárhluti í Byr. DV greindi frá rannsókninni í dag.

„Eini glćpurinn er ađ viđ misstum hlutinn í veđkalli. Hlut sem var metinn á sjötíu milljónir," segir Ragnar í samtali viđ Vísi.

MP Banki gerđi veđkall í hlut Húnahorns, félags í eigu Ragnars og annarra stjórnenda Byrs. Fljótlega eftir ţađ rann hluturinn inn í félagiđ Exeter Holdings, félags í eigu Ágústs Sindra Karlssonar, fyrrverandi stjórnarmanns MP.

Rannsókn FME virđist beinast ađ ţví ađ grunur leikur á ađ Húnahorn hafi selt hlut sinn beint til Exeter Holdings sem hefur fjármagnađ 1,8 prósent hlut sinn í Byr međ yfirdráttarláni frá Byr.

„Viđ misstum hlutinn en framseldum hann ekki til Exeter Holdings. Viđ eigum skjöl sem sýna ađ hluturinn fór frá okkur til MP Banka. Hvađ gerđist síđan í framhaldinu verđa ađrir ađ svara til um," segir Ragnar.

Stjórn Byrs lánađi Exeter Holdings 1,1 milljarđ á yfirdráttarláni fyrir kaupum á hlutum í Byr. Samkvćmt heimildum Vísis eru ţar inni hlutir sem MP Banki hefur tekiđ veđkall í á undanförnum mánuđum. Međal ţeirra sem misst hafa bréf eru stjórnarmenn Byrs, sömu menn og tóku ákvörđun um ađ fjármagna hlutabréfaeign Exeter Holdings í Byr.

„Ţađ var stjórnin sem tók ákvörđun um ţessa lánveitingu. Ég framkvćmdi hana en hafđi ekki hugmynd um ađ veriđ vćri ađ fjármagna bréf sem höfđu áđur veriđ í eigu Húnahorns," segir Ragnar.

Ađspurđur hvort ţetta mál hafi einhver áhrif á framtíđ hans sem forstjóra Byrs segir Ragnar ađ hann viti ţađ ekki. „Ef ég nýt ekki trausts samstarfsmanna og viđskiptavina ţá hćtti ég. Ţađ er ekki flóknara en ţađ. Ég veit hins vegar ekki til annars en ađ mér sé treyst í ţessu starfi."

Ágúst Sindri Karlsson, sem á nú 1,8 prósent hlut í Byr og er fjármagnađur af sparisjóđnum sjálfur, segir í samtali viđ Vísi ađ hann hafi ţarna líkt og oft áđur veriđ fenginn til ađ taka til eftir partýiđ. „Ég er vanur ađ sjá um skítverkin og taka ađ mér hluti sem ađrir vilja ekki. Ég hef hins vegar fulla trú á Byr og vill eignast stćrri hlut í sjóđnum," segir Ágúst Sindri.

Jón Kristjánsson, stjórnarformađur Byrs, er á Flórída og međ slökkt á símanum. Ekki náđist í ađra stjórnarmenn viđ vinnslu ţessarar fréttar. 

 

 

 

Exeter Holdings ehf

306.295.0261,959%

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Sćl Rakel

Hvernig getur ţessi Ragnar Z. horft framan í okkur stofnfjáreigendur vitandi ţađ ađ viđ vitum hvernig hann er búinn ađ hegđa sér. Ég vorkenni Sveini ađ ţurfa ađ sitja í stjórn sem byggir međ svona fjárplógsstjóra.

Er ekki morgunljóst ađ Ragnar er međ mikla fjármuni undir höndum sem hann fékk fyrir stofnfé í Byr ?. Hversu mikiđ sýnist ţér ţađ geti veriđ ? Hann getur kannski keypt meira í sjóđnum fyrir ţađ ?

Halldór Jónsson, 16.6.2009 kl. 11:30

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Sveinn Margeirsson og Rakel Gylfadóttir
Sveinn Margeirsson og Rakel Gylfadóttir
Stofnfjáraðilar í Byr. Áhugafólk um að heilbrigt sparisjóðakerfi fái að dafna á Íslandi.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband