Leita í fréttum mbl.is

Stjórnarmeirihluti B-lista situr í krafti ógilds umboðs frá Karen Millen

Ágætu lesendur

Verjumbyr.blog.is hefur fengið langa hvíld en nú er komið að því að þeirri hvíld fari að ljúka.  Við hjónin ákváðum að setja síðuna í hvíld fyrir aðalfundinn hjá Byr, þar sem við vildum fremur einbeita okkur að öðrum málum en bloggfærslum. Síðustu vikur hafa svo leitt í ljós að stjórnarmeirihluti B-lista, Jón Kr. Sólnes, formaður stjórnar, Guðmundur Geir Gunnarsson, varaformaður stjórnar og Matthías Björnsson, ritari, stjórnar Byr sparisjóði í krafti ógilds og ólöglegs umboðs sem kom inn á aðalfund Byrs þann 13. maí sl.  Umboðið var gefið út af Kaupþingi Lux, að beiðni Karenar Millen.

Við heyrðum af þessu máli strax eftir aðalfundinn og höfum reynt a.m.k. eftirfarandi aðferðir til að ná fram réttlæti í málinu, en ekki gengið:

1. Setja málið í hendur FME og treysta á að FME framfylgi lögum og reglu.

2. Fá Lögreglunni málið í hendur og treysta á að Lögreglan framfylgi lögum og reglu. 

3. Fá Jón Kr. Sólnes, Guðmund Geir Gunnarsson og Matthías Björnsson til að taka á málinu af heiðarleika og samkvæmt samvisku sinni, yfirfara umboðin m.t.t. galla og lagaákvæða og endurtelja atkvæði m.t.t. niðurstöðunnar.  Afrakstur hefur verið vægast sagt rýr og tók steininn úr þegar fenginn var til skjalanna Ólafur Arinbjörn, lögmaður á LOGOS.  Ólafur Arinbjörn úrskurðaði að ekkert væri athugavert við aðalfundinn hjá Byr, eins og lesa má um á heimasíðu Byrs.

4.  Upplýsa stjórnvöld nákvæmlega um gang málsins í þeirri von að frumkvæði að sanngjarnri og heiðarlegri lausn málsins komi frá stjórnvöldum.

 

Í ljósi rýrs árangur er sú leið ein fær hér eftir að beita hörku í málinu og er nú undirbúinn frekari málarekstur fyrir dómi.  Það er algjört þrautaráð að þurfa að fara þá leið.  Meira verður fjallað um málið hér á síðunni, nú næstu daga.

 

Dæmi þá hver sem vill!

Takk fyrir allan stuðninginn sl. vikur, hann hefur verið ómetanlegur!

 

Sveinn og Rakel


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sveinn Margeirsson og Rakel Gylfadóttir
Sveinn Margeirsson og Rakel Gylfadóttir
Stofnfjáraðilar í Byr. Áhugafólk um að heilbrigt sparisjóðakerfi fái að dafna á Íslandi.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband