Ágætu lesendur
Verjumbyr.blog.is hefur fengið langa hvíld en nú er komið að því að þeirri hvíld fari að ljúka. Við hjónin ákváðum að setja síðuna í hvíld fyrir aðalfundinn hjá Byr, þar sem við vildum fremur einbeita okkur að öðrum málum en bloggfærslum. Síðustu vikur hafa svo leitt í ljós að stjórnarmeirihluti B-lista, Jón Kr. Sólnes, formaður stjórnar, Guðmundur Geir Gunnarsson, varaformaður stjórnar og Matthías Björnsson, ritari, stjórnar Byr sparisjóði í krafti ógilds og ólöglegs umboðs sem kom inn á aðalfund Byrs þann 13. maí sl. Umboðið var gefið út af Kaupþingi Lux, að beiðni Karenar Millen.
Við heyrðum af þessu máli strax eftir aðalfundinn og höfum reynt a.m.k. eftirfarandi aðferðir til að ná fram réttlæti í málinu, en ekki gengið:
1. Setja málið í hendur FME og treysta á að FME framfylgi lögum og reglu.
2. Fá Lögreglunni málið í hendur og treysta á að Lögreglan framfylgi lögum og reglu.
3. Fá Jón Kr. Sólnes, Guðmund Geir Gunnarsson og Matthías Björnsson til að taka á málinu af heiðarleika og samkvæmt samvisku sinni, yfirfara umboðin m.t.t. galla og lagaákvæða og endurtelja atkvæði m.t.t. niðurstöðunnar. Afrakstur hefur verið vægast sagt rýr og tók steininn úr þegar fenginn var til skjalanna Ólafur Arinbjörn, lögmaður á LOGOS. Ólafur Arinbjörn úrskurðaði að ekkert væri athugavert við aðalfundinn hjá Byr, eins og lesa má um á heimasíðu Byrs.
4. Upplýsa stjórnvöld nákvæmlega um gang málsins í þeirri von að frumkvæði að sanngjarnri og heiðarlegri lausn málsins komi frá stjórnvöldum.
Í ljósi rýrs árangur er sú leið ein fær hér eftir að beita hörku í málinu og er nú undirbúinn frekari málarekstur fyrir dómi. Það er algjört þrautaráð að þurfa að fara þá leið. Meira verður fjallað um málið hér á síðunni, nú næstu daga.
Dæmi þá hver sem vill!
Takk fyrir allan stuðninginn sl. vikur, hann hefur verið ómetanlegur!
Sveinn og Rakel
Tenglar
Sparisjóðir
- Byr Byr Sparisjóður er stærsti sparisjóður á Íslandi. Byr varð til við samruna SPH, SPV, SPK og SPNOR. Byr hefur þjónað einstaklingum og smærri fyrirtækjum. Útrás hefur verið lítil í samanburði ríkisbankana, en einhver þó. Byr á ekki hlut í Exista, eins og staðreyndin er í tilfelli SPRON og SPKEF. Meðallaun starfsmanna Byrs voru með því lægsta sem þekktist í fjármálakerfinu. ALLT ÞETTA BENDIR TIL ÞESS AÐ GRUNNREKSTUR BYRS SÉ HEILBRIGÐUR. Stöndum því vörð um Byr!
Félög tengd Byr
- VBS-Fjárfestingabanki Jón Kristjánsson og Birgir Ómar Haraldsson, stjórnarmenn Byrs, sitja einnig í stjórn VBS. Páll Þór Magnússon, mágur Jóns Kristjánssonar og fyrrum stjórnarmaður í Byr (2007) er stjórnarformaður VBS
- Exeter Holdings - Firmaskrá Exeter Holdings fékk 19.des yfirdrátt (1100 milljónir) frá Byr til kaupa á stofnfé í Byr. Ef þessar 1100 millj. hafa allar runnið til seljanda er virði Byrs í viðskiptunum 55-60 milljarðar. Eigið fé Byrs var 16 millj. 31.12. Exeter Holdings keypti í Byr eftir hrun bankakerfisins. Stofnfjármarkaður með bréf Byrs var lokaður þá. Seljendur voru MP-Banki, stjórnarmenn og starfsmenn Byrs. Ágúst Sindri Karlss., stærsti eigandi Exeter Holdings, var í stjórn MP-Banka árið 2008 og á 4200 hluti í MP-Banka.
- MP-Banki Jón Þorsteinn Jónsson, stjórnarformaður Byrs fram í mars 2009 sat í stjórn MP-Banka fram til 2007. MP-Banki lánaði hluta starfs-og stjórnarmanna Byrs fyrir stofnfjáraukningunni í Byr í desember 2007. MP-Banki sá jafnframt um stofnfjármarkað Byrs.
Fjölmiðlar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.