Leita í fréttum mbl.is

MP Banki – dćmi hver fyrir sig

Margeir Pétursson og ađrir forsvarsmenn MP Banka hafa ekki viljađ viđurkenna tengsl MP Banka viđ Exeter Holdings.  Forsvarsmenn MP Banka vildu fyrir ţremur vikum síđan heldur ekki viđurkenna ađ hafa selt Exeter Holdings stofnfjárbréf í Byr í ţeim viđskiptum sem deilur hafa stađiđ um.  Margeir Pétursson hefur núna viđurkennt ađ MP Banki hafi selt Exeter Holdings stofnfjárbréfin. 

 

Ađ okkar mati segir Margeir Pétursson ekki allan sannleikann ţegar hann segir tengsl Exeter Holdings og MP Banka engin.  Tengsl Ágústs Sindra Karlssonar, stćrsta eiganda Exeter Holdings, og Margeirs Péturssonar á árinu 2008 voru mikil, m.a. í gegnum félögin MP Banka, Vostok Holdings ehf (sameiginleg stjórnarseta) og Hraunbjarg ehf (sameiginleg stjórnarseta).  Ágúst Sindri stofnađi MP Verđbréf, forvera MP Banka, međ Margeiri áriđ 1999 og er enn eigandi ađ rúmum fjórum milljónum hluta í MP Banka.  Auk ţessa er Exeter Holdings skráđ međ ađsetur í Skipholti 50d, ţar sem MP Banki er einnig til húsa.  Upplýsingar um ađsetur fyrirtćkja getur Margeir Pétursson og ađrir fundiđ á www.firmaskra.is.

 

Ađ okkar mati hefur Margeir Pétursson ekki skýrt hlut MP Banka í viđskiptum Exeter Holdings međ fullnćgjandi hćtti.  Yfirlýsingar hans stangast á, eins og hrútar á fengitíma.  Yfirlýsingar hans stangast einnig á viđ orđ Styrmis Ţórs Bragasonar, forstjóra MP Banka.  Ţessu til skýringar má nefna ađ Styrmir hefur sagt hlut MP Banka í stofnfjárviđskiptum Exeter Holdings engan (í Kastljósi 7. apríl), en Margeir hefur á hinn bóginn hefur sagt: „ađ ţađ ađ félag Ágústs Sindra hafi keypt stofnfé í Byr af MP Banka síđla síđasta árs hafi bara veriđ viđskipti“ (fréttir RÚV 16. apríl). Ef Margeir Pétursson ćtlast til ţess ađ Íslendingar trúi orđum hans verđur hann ađ segja satt og rétt frá – frá upphafi til enda. Ţađ er ekki viđ hćfi ađ skýla sér bakviđ lagaflćkjur og hringavitleysur.  Okkur ber öllum siđferđisleg skylda til ađ segja sannleikann.

 

Margeir Pétursson ćtti líka ađ segja Íslendingum allan sannleikann um hagsmuni MP Banka í öđrum málum. Margeir Pétursson ćtti t.a.m ađ segja frá ţví ađ MP Banki hefur tekiđ stöđu á móti krónunni.  Ţađ er ótrúverđugt ţegar forsvarsmenn bankastofnana spá falli krónunnar og hafa á sama tíma hag af ţví ađ hún falli.  Ţađ er jafnframt ótrúverđugt fyrir bankastofnanir ađ ţriđjungur útlána ţeirra sé til tengdra ađila, en sú er raunin í tilfelli MP Banka, skv. ársreikningi félagsins fyrir áriđ 2008.  Ţá er jafnframt ótrúverđugt, fyrir ábyrgar fjármálastofnanir, ađ lán til tengdra fyrirtćkja (associated companies) hafi tífaldast á árinu 2008 (ársr. 2008, skýring nr. 70).

 

Okkar skođun er sú ađ sannleikurinn sé sagna bestur, en ţegar menn eru ekki tilbúnir til ađ segja satt verđur hver og einn ađ meta ţađ hvađ satt er.  Ţađ er gjarnan nokkuđ góđ ábending um ţađ ađ menn segi ekki satt ef saga ţeirra breytist í sífellu.  Til ađ gera fólki auđveldara međ ađ mynda sér skođun á ţví hvađ er satt og rétt höfum viđ hér ađ neđan safnađ saman nokkrum viđburđum sl. vikna sem viđ teljum ađ varpi ljósi á málavöxtu. 

Tímaröđ mikilvćgra atburđa

7.4.2009 

Viđtal viđ Svein og Rakel sýnt í Kastljósi. Haft er eftir Styrmi Ţór Bragasyni, forstjóra MP Banka: "Styrmir sagđi hlut MP Banka í umrćddum viđskiptum engan" (http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4431357) 

 

8.4.2009

Fundur um máliđ á Grand Hóteli.  Yfirlýsing frá ţremur stjórnarmönnum Byrs berst inn á fundinn, ţar sem ţeir segja Exeter Holdings vera í eigu MP Banka.

 

9.4.2009

Margeir Pétursson svarar yfirlýsingu stjórnarmanna Byrs međ annarri yfirlýsingu.  Segir m.a. um viđskiptin: "vegna lána sem veitt voru á sínum tíma til kaupa á bréfum í BYR og fengust ţau lán uppgerđ í kjölfar veđkalla. Ţar međ lauk afskiptum MP Banka af ţessu máli"  (sjá t.d. http://eyjan.is/blog/2009/04/09/margeir-byr-deilur-ovidkomandi-mp-banka/). 

 

10.4.2009

Jón Ţorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarformađur Byrs, sem átti hluta af ţeim stofnfjárbréfum sem runnu til MP Banka og voru svo seld til Exeter Holdings gefur út yfirlýsingu.  Segir m.a. ađ ţau stofnfjárbréf sem um rćđir hafi veriđ framseld til MP Banka í september en hafi ekki formlega veriđ fćrđ yfir á nafn MP Banka vegna ţess ađ enginn stjórnarfundur hafi veriđ haldinn (Jón var sjálfur stjórnarformađur Byrs á ţessum tíma). 

http://www.pressan.is/Frettir/LesaAdsentefni/fyrrum-stjornarformadur-byrs-umtalsvert-eigid-tap-engin-sermedferd

 

14.4.2009

Fundur um máliđ á Akureyri. 

 

15.4.2009

Sveinn og Rakel hringja í Sérstakan Saksóknara og óska eftir fundi, til ađ leggja fram gögn. Ákveđiđ ađ starfsmenn Sérstaks Saksóknara finni fundartíma og hafi samband, sem ţeir og gera.

Frétt um ţátt MP Banka í viđskiptunum og tengsl viđ Exeter Holdings birtist í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins.  Margeir Pétursson neitar ađ veita viđtal vegna málsins, sbr: „Kastljós náđi í dag sambandi viđ Margeir Pétursson, stjórnarformann MP Banka. Margeir vildi hvorki veita fréttastofu eđa Kastljósi viđtal vegna málsins en sagđist algjörlega standa viđ fyrri yfirlýsingu ţess efnis ađ Exeter holdings sé MP-banka međ öllu ótengt.“

(http://www.ruv.is/heim/frettir/mobile/frett/store64/item260401/).

 

Margeir Pétursson og ađrir stjórnarmenn MP Banka gefa síđar um kvöldiđ út yfirlýsingu ţar sem ţeir neita ţví ađ tengsl séu á milli Exeter Holdings og MP Banka.

 

16.4.2009 

Sveinn og Rakel hitta starfsmenn Sérstaks Saksóknara og afhenda ţeim gögn í málinu.  Sveinn og Rakel kćra í framhaldinu (sama dag) ţann gjörning sem fólst í sölu stofnfjárhlutanna til Exeter Holdings og leggja áherslu á ađ ţáttur MP Banka og stjórnarmanna og stjórnenda í Byr verđi  rannsakađur međ hrađi.  Afrit af kćrunni afhent Fjármálaeftirliti, Fjármálaráđuneyti og Seđlabankanum.  Öll gögn sem voru afhent Sérstökum Saksóknara send sem viđhengi á ţessar stofnanir síđdegis um daginn.

 

Margeir Pétursson neitar ţví í kvöldfréttum sjónvarps ađ tengsl séu á milli Exeter Holdings og MP en segir „ađ ţađ ađ fyrirtćki Ágústs Sindra hafi keypt stofnfé í Byr af MP Banka hafi bara veriđ viđskipti" (http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4456583/2009/04/16/6/) og viđurkennir ţar međ ađ MP Banki hafi selt Exeter Holdings stofnfé í Byr, ţrátt fyrir ađ hafa neitađ ţví áđur og ađ forstjóri MP Banka (Styrmir Bragason) hafi áđur sagt ađ MP Banki hafi engan ţátt átt í viđskiptunum.

 

17.4.2009: 

Fjármálaeftirlitiđ gefur út eftirfarandi yfirlýsingu og stađfestir ţar međ fyrri afstöđu ţess efnis ađ skilanefnd SPRON sé ekki heimilt ađ selja útibúanet SPRON til MP Banka: Í ljósi nýrra upplýsinga og breyttra forsendna sem fram hafa komiđ í málefnum SPRON undanfariđ hefur Fjármálaeftirlitiđ ákveđiđ ađ árétta fyrri ákvörđun og í ţví skyni gera breytingar varđandi ráđstöfun eigna og skulda SPRON (http://www.fme.is/?PageID=14&NewsID=431).

Sama dag kemur yfirlýsing frá Margeiri Péturssyni ţess efnis ađ MP Banki sé hćttur viđ ađ kaupa SPRON (sjá t.d. http://www.amx.is/vidskipti/6374/).  Margeir kennir Kaupţingi um ađ hafa stađiđ í vegi fyrir ţví ađ MP Banki fengi ađ kaupa útibúanet SPRON.

18.4.2009

Finnur Sveinbjörnsson, bankastjóri Nýja Kaupţings, hafnar ţví alfariđ ađ bankinn hafi komiđ í veg fyrir kaup MP Banka á útibúaneti SPRON ( http://www.visir.is/article/20090418/FRETTIR01/601735546/-1).

  

20.4.2009:

Fréttatilkynning birtist frá forsvarsmönnum MP Banka ţar sem umfjöllun Ríkissjónvarpsins um máliđ er gagnrýnd.  Í yfirlýsingunni segir m.a.

Viđ undirritađir vorum nafngreindir eins og viđ hefđum átt ađild ađ ţeim viđskiptum.  Ţađ er rangt.“ (Margeir Pétursson, Sigfús Ingimundarson, Sigurđur Gísli Pálmason; http://www.mbl.is/mm/vidskipti/frettir/2009/04/20/tengjast_ekki_exeter_holding/

Ţarna er Margeir Pétursson aftur kominn á ţá skođun ađ hann hafi engan ţátt átt í viđskiptunum međ stofnfé í Byr, ţrátt fyrir ađ hafa viđurkennt fimm dögum áđur ađ MP Banki hafi selt Exeter Holdings stofnféđ.

22.4.2009

Greint er frá ţví í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins ađ Sveinn og Rakel hafi kćrt viđskiptin til sérstaks saksóknara (http://dagskra.ruv.is/ras2/4435638/2009/04/22/3/).  Rakel segir í viđtali: „Ég tel ađ fólk kaupi ekki lengur skýringar sem eru byggđar á hringavitleysu“. 

Nú er ađ sjá hvađa skýringar ţú, lesandi góđur, kaupir.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Sveinn Margeirsson og Rakel Gylfadóttir
Sveinn Margeirsson og Rakel Gylfadóttir
Stofnfjáraðilar í Byr. Áhugafólk um að heilbrigt sparisjóðakerfi fái að dafna á Íslandi.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband