Leita í fréttum mbl.is

Yfirlýsingar Margeirs og Styrmis Þórs hjá MP Banka

Það er afar athyglivert að lesa og hlusta á yfirlýsingar Margeirs Péturssonar og Styrmis Þórs Bragasonar sl. daga.  Margeir er stjórnarformaður og Styrmir er forstjóri MP Banka.

Það er í fyrsta lagi mat Margeirs að engin tengsl séu á milli Exeter Holdings og MP Banka, þrátt fyrir að þau félög sem stóðu að baki stofnun Exeter Holdings hafi flestöll verið í eigu núverandi stjórnarmanna MP Banka (þ.m.t. Vatnaskil ehf, sem Margeir sjálfur stóð fyrir).  Margeir metur það einnig þannig að engin tengsl myndist milli Exeter Holdings og MP Banka þrátt fyrir að Ágúst Sindri Karlsson, aðaleigandi Exeter Holdings hafi verið: 

  • Eigandi að 4,2 milljón hlutum í MP Banka þegar sala MP Banka á stofnfjárhlutum til Exeter Holdings átti sér stað (sjá ársreikning MP Banka 2008). 
  • Stjórnarmaður í MP Banka fram á sumar 2008 (lætur af stjórnarsetu í MP Banka 2-4 mánuðum áður en sala MP til Exeter Holdings á stofnfjárhlutum í Byr fór fram; sjá yfirlýsingu Margeirs Péturssonar).
  • Samverkamaður Margeirs Péturssonar í fjölmörg ár (m.a. einn af stofnendum MP Verðbréfa árið 1999, sjá ársreikning MP Banka 2008).

Nú að lokum má nefna, varðandi tengsl MP Banka og Exeter Holdings, að skv. Firmaskrá (www.firmaskra.is) er aðsetur Exeter Holdings: Skipholt 50d 3. hæð, IS-810 Hveragerði [takið eftir því að póstnúmer og heimilisfang passa ekki saman].  Samkvæmt Firmaskrá er heimilisfang MP Banka: Skipholt 50d, IS-105 Reykjavík.

Í öðru lagi er sérstakt, svo ekki sé meira sagt, að velta fyrir sér yfirlýsingum forsvarsmanna MP Banka (Margeirs Péturssonar og Styrmis Þórs Bragasonar) um viðskiptin sem Exeter Holdings stóð í.  Hluta af yfirlýsingum þeirra má sjá hér að neðan (númeraðar 1., 2. og 3.). 

Eins og sjá má eru þeir Margeir og Styrmir ekki alveg sammála í byrjun um það hver þáttur MP Banka hafi verið í viðskiptum Exeter Holdings með stofnfjárbréf í Byr (yfirlýsing 1. og 2.).  Styrmir segir hlut MP Banka í viðskiptum Exeter Holdings með stofnfé vera engan, en Margeir segir tveimur dögum síðar að um veðköll hafi verið að ræða, en þegar þau hafi verið yfirstaðin þá hafi MP ekki skipt sér meira af málinu.

Það kveður svo hressilega við nýjan tón hjá Margeiri Péturssyni í sjónvarpsfréttum í gær.  Þar nefnir hann að Exeter Holdings hafi keypt stofnfé í Byr af MP Banka (en það hafi bara verið viðskipti).  Þetta finnst manni fremur skrýtið í ljósi fyrri yfirlýsinga um að hlutur MP í viðskiptunum hafi verið enginn (Styrmir) og þess að hlut MP Banka hafi lokið þegar lán hafi verið gerð upp í kjölfar veðkalla (Margeir 9. apríl).

Semsagt:

Fullyrðing 1 virðist ekki passa við fullyrðingu 2 og alls ekki við fullyrðingu 3.

Fullyrðing 2 virðist ekki passa ekki við fullyrðingu 3, þrátt fyrir að sami aðili tali.   

 

Fullyrðingarnar:

1. "Styrmir sagði hlut MP Banka í umræddum viðskiptum engan" (Kastljós 7.apríl, http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4431357)

2. "vegna lána sem veitt voru á sínum tíma til kaupa á bréfum í BYR og fengust þau lán uppgerð í kjölfar veðkalla. Þar með lauk afskiptum MP Banka af þessu máli [skáletrun: Sveinn og Rakel]. MP Banki getur ekki tekið ábyrgð á því með hvaða hætti veðköllum var mætt, enda hefur bankinn ekkert um það að segja."  (Yfirlýsing Margeirs Péturssonar 9.apríl, sjá t.d. http://eyjan.is/blog/2009/04/09/margeir-byr-deilur-ovidkomandi-mp-banka/). 

 3.  "Margeir segir að það að fyrirtæki Ágústs Sindra hafi keypt stofnfé í Byr af MP Banka hafi bara verið viðskipti" (fréttir Ríkissjónvarpsins 16. apríl, http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4456583/2009/04/16/6/)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jahá!

Þeir eru greinilega í vandræðum með málið og ljúga og bulla til að fela eitthvað, það er augljóst.  Áfram - fyrir alla muni haldið áfram, það er margt sem enn á eftir að velta við!

Stofnfjáraðili (IP-tala skráð) 18.4.2009 kl. 14:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sveinn Margeirsson og Rakel Gylfadóttir
Sveinn Margeirsson og Rakel Gylfadóttir
Stofnfjáraðilar í Byr. Áhugafólk um að heilbrigt sparisjóðakerfi fái að dafna á Íslandi.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband